Lauf
Leyf mér með þér líða
himnaranninn fríða,
litla lauf, í dag
í lítið ferðalag.
Fljúgum frjáls sem fuglinn.
Frjáls um himinsal!
Fagra litla lauf,
litla græna lauf
vaxið hefur hér á jörð.
Á grænni grein það greri,
af greinum brátt það sneri
fór á flug í gær
sitt frelsi fegið fær,
flýgur frjálst sem fuglinn,
frjálst um himins hlið!
Fagra litla lauf
litla græna lauf
vaxið hefur hér á jörð.
Lífsins laufið græna,
vorið ljúfa væna
gleður nýjan dag,
gæðir hlýjum brag.
Sólin gullnu geisla,
gyllir blöðin þín.
Blómgvast blessuð grein
hjartakær og hrein,
græðast öll vor hjartamein.
himnaranninn fríða,
litla lauf, í dag
í lítið ferðalag.
Fljúgum frjáls sem fuglinn.
Frjáls um himinsal!
Fagra litla lauf,
litla græna lauf
vaxið hefur hér á jörð.
Á grænni grein það greri,
af greinum brátt það sneri
fór á flug í gær
sitt frelsi fegið fær,
flýgur frjálst sem fuglinn,
frjálst um himins hlið!
Fagra litla lauf
litla græna lauf
vaxið hefur hér á jörð.
Lífsins laufið græna,
vorið ljúfa væna
gleður nýjan dag,
gæðir hlýjum brag.
Sólin gullnu geisla,
gyllir blöðin þín.
Blómgvast blessuð grein
hjartakær og hrein,
græðast öll vor hjartamein.
Þetta ljóð er tileinkuð flogaveikisamtökunum Lauf