Ástarljóð
Ástarljóð
Mig langar þér að yrkja lítið ljóð
sem lýsir allri ást minni ti þín.
Sú tilfinning er undur tær og góð,
og tendrar ljós í hjartanu sem skín.
Þú komst sem kallaður í lífið mitt.
Með kærleika sem ég bjóst aldrei við.
Á andartaki leystir angur mitt,
sem áður hafði íþyngt hugarsvið.
Þú hefur heilað öll mín hjartasár,
með hjartahlýju, kærleika og ást.
Þú hefur þurrkað burt mín gömlu tár,
og þannig veitt mér gleði sem mun sjást.
Mig langar svo að launa á sama hátt,
og láta þér svo líða undur vel.
Þér unna mun um alla ævi sátt,
og undirgefin sýna ástarþel.
Ég vil þér ávallt vera trygg og trú,
og veita hamingju og gleðignótt.
Ég vildi gjarnan vera eina sú,
sem valdir þú með vissu hverja nótt.
Mig langar þér að yrkja lítið ljóð
sem lýsir allri ást minni ti þín.
Sú tilfinning er undur tær og góð,
og tendrar ljós í hjartanu sem skín.
Þú komst sem kallaður í lífið mitt.
Með kærleika sem ég bjóst aldrei við.
Á andartaki leystir angur mitt,
sem áður hafði íþyngt hugarsvið.
Þú hefur heilað öll mín hjartasár,
með hjartahlýju, kærleika og ást.
Þú hefur þurrkað burt mín gömlu tár,
og þannig veitt mér gleði sem mun sjást.
Mig langar svo að launa á sama hátt,
og láta þér svo líða undur vel.
Þér unna mun um alla ævi sátt,
og undirgefin sýna ástarþel.
Ég vil þér ávallt vera trygg og trú,
og veita hamingju og gleðignótt.
Ég vildi gjarnan vera eina sú,
sem valdir þú með vissu hverja nótt.
Þetta ljóð var samið í tilefni bóndadagsins 2013 og tileinkað Julian M. Hewlett. Til er lag eftir hann með þessu ljóði sem má heyra á reverbnation tónlistarsíðu