Jólakvæði
Jólakvæði
Það fellur niður snjór,
Það fellur niður jólasnjór.
Þar syngjur englakór,
er ljóssins birta fór.

Þar fæddist lítið ljós,
þar fæddist lítil himinrós.
Er stjarna bar við ós,
þar fæddist lítil rós.

Það barn við móðurbarm,
er lagt var svo í jötugarm.
Það burt ber lífsins harm,
við móðurinnar arm.

Barnsins bros,
augnaljós,
skína skær,
svo tær.

Vitringar
komu þar,
með gjafirnar.

Þar tungl á himni skín
á barn í reifalíni skín,
og stjörnur skína skært,
þá barnið sefur vært.

Þessa nótt,
sefur rótt
þessa jólanótt,
tindrar ótt,
stjörnugnótt,
er birtast þar hljótt.

Það fellur niður snjór,
það fellur niður jólasnjór,
um þessa jólanótt,
þá barnið sefur rótt.  
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir
1968 - ...
Textinn er saminn fyrir Breiðfirðingakórinn við titillagið úr kvikmyndinni "The Snowman".


Ljóð eftir Kristínu Ragnhildi Sigurðardóttur

Elsku mamma
Litli ljúfi sveinn
Fagurleitur fýr
Drengur litli dreymi
Lauf
Ástarljóð
Jólakvæði