Ehf.
Hann hirti allt mitt launafé,
lúmskur er sá djöfull.
Skattmann glæpamaður sé,
Verkamannaböðull.

Ég stofnaði því Ehf,
og sveik ég undan skatti.
Flest var svart og sykurlaust,
og löggan aldrei fatti.

Að einu verki illa stóð,
eftirliti var ég sæmdur.
Löggan elti auraslóð.
Í dómsal var ég dæmdur.

Ég aldrei hélt að örlög mín,
með minni fyrirhyggju.
Vær’að grenja eins og stungið svín,
á fokking Kvíabryggju.  
Daníel V. Guðmundsson
1998 - ...


Ljóð eftir Daníel V. Guðmundsson

Ehf.