Tuttugu og sjö fiskar
Fiskar tveir á sjö dögum
sátu að svambli yfir góðum lögum
fimmtán ár á milli skipti ekki máli
strengur milli þeirra gerður úr stáli
tuttugasta og sjöunda fiskar í sundi
horfðum til himins í fallegum lundi
fæddumst í febrúar að alheims vilja
þú varst þó við heiminn að skilja
tuttugasta og sjöunda í huganum syndi
upp minninga-ánna til þín ég myndi
eins og fiskur á þurru landi þín ég sakna
flakaður og reyktur en þá ég vakna
sátu að svambli yfir góðum lögum
fimmtán ár á milli skipti ekki máli
strengur milli þeirra gerður úr stáli
tuttugasta og sjöunda fiskar í sundi
horfðum til himins í fallegum lundi
fæddumst í febrúar að alheims vilja
þú varst þó við heiminn að skilja
tuttugasta og sjöunda í huganum syndi
upp minninga-ánna til þín ég myndi
eins og fiskur á þurru landi þín ég sakna
flakaður og reyktur en þá ég vakna