Sandhólar
Eitt augnaráð frá
Þér,
hefur jafn varandi áhrif á
Mig
og regnið hefur á
sandbornar fjallshlíðar.

Hægt og bítandi
grafa droparnir skurði
í fjallið

og um síðir
er landslagið
gjörbreytt.  
SJaNa
2004 - ...
Það er ástæða fyrir því að við teljum augun vera dyrnar að sálinni. En er það ekki hættulegt þegar augnaráðið hefur það mikil áhrif á mann að ein augngota getur ollið varanlegum breytingum í hjartanu? Hleypurðu í felur eða leyfirðu þér að falla í gildruna, aftur og aftur...


Ljóð eftir SJöNu

Kaffidrykkjumaðurinn
Sandhólar
Tálsýn