Kaffidrykkjumaðurinn
I.

Hún er líkt og fíngerður postulínsbolli í kringum
hann.
Eitt orð, svipbrigði eða snerting
getur mölvað hana í þúsund mola.
Og þá er ómögulegt að líma hana saman,
svo hún verði líkt og áður.

Hann skilur ekki að
sál hennar er í það minnsta
tvöhundruð ára gömul.
En á tveimur árhundruðum,
hefur hún aldrei verið
svona brothætt.

II.

Hann gengur kæruleysislega um
með bollann í hendi,
sveiflar honum til og frá,
líkt og hann vægi sama og fjöður,
eða
nærri því ekki neitt.


Svo:
ÚPSÍDEYSÍ!
Meira að segja undirskálin smallaðist.

Hún lagði viljandi postulínshjarta sitt
í hendur skjálfhenta mannsins,
sem var á sínum áttunda bolla
þegar komið var að síðdegiskaffinu.  
SJaNa
2004 - ...
Hér tók SJaNa innblástur úr laginu 'Fragile' eftir Laufey. Sú tilfinning að einhver geti látið manni líða líkt og maður sér brothættur, getur verið bæði óþægileg og falleg á sama tíma. Hún er falleg vegna þess að hún þýðir að þú náðir að opna sál þína gagnvart annarri manneskju á nýjan hátt, og óþægileg einmitt vegna þess að með því að opna þig leyfirðu einhverjum öðrum að sjá hliðar af þér sem þú heldur vanalega földum frá umheiminum.


Ljóð eftir SJöNu

Kaffidrykkjumaðurinn
Sandhólar
Tálsýn