Mannaskítur
Ég hafði lofað sjáfri mér
að leyfa engum
að ræna rómantíkinni
úr brjósti mér.

En þú birtist
og ég féll,
með andlitið fyrst,
í blautan skítinn.

Þú tróðst þér inn,
bakvið augnlokin,
og ég blindaðist.
Núna sé ég ekkert nema
brúnt.

Drullan rann niður eftir
hálskokinu
og endaði í mjólkurkirtlunum.
Brjóstin troðfylltust af forinni
og nú lekur linnulaust úr geirvörtunum.

Þú vilt ekki þrífa upp eftir þig,
þannig ég þarf að sækja
feikisterkan blettahreinsi
og þrífa mig sjálf.

Ég er öll útötuð í mannaskít.  
SJaNa
2004 - ...


Ljóð eftir SJöNu

Kaffidrykkjumaðurinn
Sandhólar
Tálsýn
Lúpínan
Innilokun
Mannaskítur
VELDU!