Náttfarinn.
Náttfarinn læddist með dimmum veggjum, manngarm hann lamdi og hló með hneggjum, upp stál hann dró og í háls hans tróð, hnífnum hann henti og hólkinn hlóð.

Að lögreglumanni hann byssunni beindi, blýið gat á hnakka hans sprengdi, heilinn hálfur úr höfðinu stóð, úr rifnum æðum rann blóðið sem flóð.

Náttfarinn burtu í laumi læddist með sálina í taumi sá geðveiki fæddist, á vegum satans hann vildi ei vinna aðeins hugarró vildi sá vitskerti finna.

Upp á hæðsta tind mannauminginn kleif og gegnum myrkrið niður hann sveif, úr djúpi rökkursins heyrðist hátt vein og smellir er minntu á brotnandi bein.

Á frosinni jörðinni líkami hans lá, leyfar af manni er hamingju ei sá, sálin búknum flogin var frá, friður var það sem að hann vildi fá.  
Guðjón
1972 - ...
Ps.Ég er ekki þunglyndur ég var bara 16 ára þegar ég samdi þetta þunga ljóð.Við erum held ég öll nett rugluð á þeim aldri.


Ljóð eftir Guðjón

Náttfarinn.
Nóttin (Ljóð eftir dóttur mína)
Reyklaus.