Kisa
Þegar illa á mér lá
og ornuðu tárin hvarmi,
til mín komstu, kisa grá,
og kúrðir mér að barmi.
Margir segja að söngur þinn
sé af verra tagi.
En þú heldur samt í sál mér inn
sungið dýra bragi.
Ekki eru að vísu öll þín hljóð
eftir réttum nótum,
en þau koma kær og góð
frá kattarins hjartarótum.
Mér finnst enginn efi á því,
þótt aðrir vilji ei trúa,
að kattarþeli þínu í
þöglar ástir búa.
Best þú skilur börnin smá
sem bera þig sér á örmum,
við þau mjúkt þú malar þá
og mænir á þau í hörmum.
Mig hafa glatt þín ljóðin löng
og látið tárin þorna,
er þú kvaðst þinn kattarsöng
kát um bjarta morgna.
Þegar loksins líkaminn
leggst að föllnum baðmi,
kýs ég að verða, kisi minn,
köttur í meyjarfaðmi!
og ornuðu tárin hvarmi,
til mín komstu, kisa grá,
og kúrðir mér að barmi.
Margir segja að söngur þinn
sé af verra tagi.
En þú heldur samt í sál mér inn
sungið dýra bragi.
Ekki eru að vísu öll þín hljóð
eftir réttum nótum,
en þau koma kær og góð
frá kattarins hjartarótum.
Mér finnst enginn efi á því,
þótt aðrir vilji ei trúa,
að kattarþeli þínu í
þöglar ástir búa.
Best þú skilur börnin smá
sem bera þig sér á örmum,
við þau mjúkt þú malar þá
og mænir á þau í hörmum.
Mig hafa glatt þín ljóðin löng
og látið tárin þorna,
er þú kvaðst þinn kattarsöng
kát um bjarta morgna.
Þegar loksins líkaminn
leggst að föllnum baðmi,
kýs ég að verða, kisi minn,
köttur í meyjarfaðmi!