

Myndin þín á baksíðunni
Forvitnileg
Þú brosandi
Myndin þín á baksíðunni
Svarthvít
Sé ekki lit augnanna
Myndin þín á baksíðunni
Ópersónuleg
Uppstill
Mér líkar betur við þig
þar sem ég get ekki séð þig
Í tóminu er engin baksíða
því tómið hefur aðeins eina vídd
Þar ertu hlýr
heillandi
einlægur
En þegar ég fletti blaðsíðunum
finn ég þig þar inni
Og þegar ég kíki aftur á baksíðuna
ertu kominn í lit
Forvitnileg
Þú brosandi
Myndin þín á baksíðunni
Svarthvít
Sé ekki lit augnanna
Myndin þín á baksíðunni
Ópersónuleg
Uppstill
Mér líkar betur við þig
þar sem ég get ekki séð þig
Í tóminu er engin baksíða
því tómið hefur aðeins eina vídd
Þar ertu hlýr
heillandi
einlægur
En þegar ég fletti blaðsíðunum
finn ég þig þar inni
Og þegar ég kíki aftur á baksíðuna
ertu kominn í lit