Myndin þín á baksíðunni
Myndin þín á baksíðunni
Forvitnileg
Þú brosandi

Myndin þín á baksíðunni
Svarthvít
Sé ekki lit augnanna

Myndin þín á baksíðunni
Ópersónuleg
Uppstill

Mér líkar betur við þig
þar sem ég get ekki séð þig
Í tóminu er engin baksíða
því tómið hefur aðeins eina vídd

Þar ertu hlýr
heillandi
einlægur

En þegar ég fletti blaðsíðunum
finn ég þig þar inni
Og þegar ég kíki aftur á baksíðuna
ertu kominn í lit
 
Litla Ljót
1973 - ...


Ljóð eftir Litlu Ljótu

Myndin þín á baksíðunni
Mig dreymir um dreng