Veðrið
stundum
er bylur
í fólki
sem byrgir því sýn
stundum
er stormur í fólki
sem feykir því
úr húsum
stundum
rignir í fólki
svo lækir renna úr augum þess
og
þá stundum
losna litlir steinar
og
ef það rignir lengi
falla skriður
 
Unnur Sólrún Bragadóttir
1951 - ...
Úr bókinni Orð sem vaka.
Eigin útgáfa höfundar, 2000.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur

Veðrið