Aleinn á tindinum
Góður strákur
Gull af manni
Bráðgáfaður maður
Hefur alla þá burði sem þarf
Falleg orð og hughreystandi
Frá dísunum mínum þremur
En samt er ég ennþá einn
þori ekki að reyna
sit því alltaf einn
Í myrkri einsemdarinnar
Samt svo einfalt að reyna
En á leiðinni er klettur sem þarf að klífa
Og það sem meira er
það þarf líka að stökkva fram af hinumegin við hann
Of oft hef ég klifið þann klett
Tekist á við það ógnarbjarg
til þess eins að horfa fram af hinumegin
og uppgötva það að ég er lofthræddur
Núna sit ég því einn á toppi tindsins
og sé yfir allt og alla
leika sér og gera allt
saman.
Gull af manni
Bráðgáfaður maður
Hefur alla þá burði sem þarf
Falleg orð og hughreystandi
Frá dísunum mínum þremur
En samt er ég ennþá einn
þori ekki að reyna
sit því alltaf einn
Í myrkri einsemdarinnar
Samt svo einfalt að reyna
En á leiðinni er klettur sem þarf að klífa
Og það sem meira er
það þarf líka að stökkva fram af hinumegin við hann
Of oft hef ég klifið þann klett
Tekist á við það ógnarbjarg
til þess eins að horfa fram af hinumegin
og uppgötva það að ég er lofthræddur
Núna sit ég því einn á toppi tindsins
og sé yfir allt og alla
leika sér og gera allt
saman.
30.01.03