Leggðu þig á láðið
Leggðu þig á láðið, hvar
lækjarbunur hvína.
Farðu svo að þenkja þar
um þig og sköpunina.

Horfðu á jörð og himinsfar,
hafsins firna díki.
Gættu að rétt, hver þú ert þar
í þessu stóra ríki.

Við þá skoðun, vinur minn,
verður lyndið hægra,
og daginn þann mun drambsemin
duftinu hreykja lægra.  
Sigurður Breiðfjörð
1798 - 1846


Ljóð eftir Sigurð Breiðfjörð

Mansöngur úr Víglundarrímum
Leggðu þig á láðið