Á heimleið
Myrkt er af kvíða.
Meybarnið fríða
menn frá mér taka.
Faðumur er snauður,
alheimur auður,
oft mænt til baka.
Samt má ei gleyma
að sonurinn heima
semur mér yndi.
Augað hægt grætur,
til alls liggja bætur,
ef hver það fyndi.  
Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum
1804 - 1836
Ort á heimleið frá Reykjahlíð er Guðný flutti Sigríði dóttur sína þangað til dvalar.


Ljóð eftir Guðnýju Jónsdóttur

Á heimleið