Söngfuglinn
Þú söngst daga langa
svo fögur ástarljóð,
að hugur minn til skýjanna
mörgum sinnum fór.
Ég þreyttist aldrei að hlusta
á þinn fagra söng,
tilbað allar stundir,
þar til hinsti tónninn dó.
Uppi í tréi dvaldi
alla daga jafnt.
Þú hafðir byggt þér hreiður
úr grasi og fjöðurstaf.
Allt í einu þagnaði
þinn fagri ástaróður.
Því köttur sönginn kæfði
með kjafti og hvössum klóm.
Nú sárt ég hef þín saknað
söngfuglinn minn góði.
Og tréð laufið fellir
til minningar um þig.
svo fögur ástarljóð,
að hugur minn til skýjanna
mörgum sinnum fór.
Ég þreyttist aldrei að hlusta
á þinn fagra söng,
tilbað allar stundir,
þar til hinsti tónninn dó.
Uppi í tréi dvaldi
alla daga jafnt.
Þú hafðir byggt þér hreiður
úr grasi og fjöðurstaf.
Allt í einu þagnaði
þinn fagri ástaróður.
Því köttur sönginn kæfði
með kjafti og hvössum klóm.
Nú sárt ég hef þín saknað
söngfuglinn minn góði.
Og tréð laufið fellir
til minningar um þig.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi