

Ætti ég eina krónu,
ég ávaxta myndi hana
í verðbréfum og húsakaupum,
það er alveg satt.
Þá yrði ég fjarska ríkur,
örugglega milli.
Því milljónirnar streymdu
inn á bankareikninginn.
Út á lífið færi
og lúxusvillur keypti,
en fengi allt að láni,
við segjum upp á krít.
Svo er ballið búið,
því krónan upp var étin.
Er nú illa staddur,
í verulegum skít.
ég ávaxta myndi hana
í verðbréfum og húsakaupum,
það er alveg satt.
Þá yrði ég fjarska ríkur,
örugglega milli.
Því milljónirnar streymdu
inn á bankareikninginn.
Út á lífið færi
og lúxusvillur keypti,
en fengi allt að láni,
við segjum upp á krít.
Svo er ballið búið,
því krónan upp var étin.
Er nú illa staddur,
í verulegum skít.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi