Mýrin
Í votlendinu vætukjóinn verpti,
og spóinn vall í mýrinni sinni glaður
og mófuglarnir um móana hlupu.
Nú þagnað hefur mófuglanna kliður
og lóan syngur sitt dirrin dí
ekki lengur.
Því votlendu móarnir þornað hafa upp,
því langir gröfuskurðir um mýrina voru lagðir
og kýlræsisplógurinn þurrkaði hana upp.
Þar dvelja nú kýr í haga og sauðkindur á beit,
því bóndinn færði út kvíarnar
og bætti jörð í sveit.
og spóinn vall í mýrinni sinni glaður
og mófuglarnir um móana hlupu.
Nú þagnað hefur mófuglanna kliður
og lóan syngur sitt dirrin dí
ekki lengur.
Því votlendu móarnir þornað hafa upp,
því langir gröfuskurðir um mýrina voru lagðir
og kýlræsisplógurinn þurrkaði hana upp.
Þar dvelja nú kýr í haga og sauðkindur á beit,
því bóndinn færði út kvíarnar
og bætti jörð í sveit.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi