

Jón Arnar Magnússon
tugþrautina æfir,
stekkur og hleypur,
kúluna þæfir,
hungrar og þyrstir
í að vera svo frægur,
að heimurinn standi og gapi.
Gísli Sig biður: Vertu nú þægur!
Teymi þig fetið,
eitt skref í einu.
Þú kemst á pallinn,
það er á hreinu.
Hann æfir og æfir
hlaup, stökk og köstin,
var eins og gæðingur,
hafði engan löstinn.
Sidney er að rísa,
Olympíuárið.
Þá fer Jón Arnar
að mála á sér hárið.
Gullið er mér glatað,
lauk ekki þraut.
Gat ekki meira,
gekk því á braut.
tugþrautina æfir,
stekkur og hleypur,
kúluna þæfir,
hungrar og þyrstir
í að vera svo frægur,
að heimurinn standi og gapi.
Gísli Sig biður: Vertu nú þægur!
Teymi þig fetið,
eitt skref í einu.
Þú kemst á pallinn,
það er á hreinu.
Hann æfir og æfir
hlaup, stökk og köstin,
var eins og gæðingur,
hafði engan löstinn.
Sidney er að rísa,
Olympíuárið.
Þá fer Jón Arnar
að mála á sér hárið.
Gullið er mér glatað,
lauk ekki þraut.
Gat ekki meira,
gekk því á braut.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi