Aðdáun með vafasömu ívafi
Snjórinn er farinn.
Rigningin kom og tók hann með sér
í endurvinnsluna.
Hann hvarf svo tígulega,
hljóðlega á braut.
Þú tókst ekki eftir því.
Einsog sönn dama hvarf
hann af sjónarsviðinu
án vitundar okkar.
Hreina lyktin , sem ætíð
fyllur loftið eftir rigningu,
er svo mögnuð og ljúf.
Hreinleiki umhverfisins
er þó vafasamur.
En samt er allt svo fallegt.
Ég sit hér og átta mig á
hve lífið getur verið yndislegt.
Magnað í einfaldleika sínum.
Við vitum öll hve lífið getur verið
erfitt, grimmt.
En hamingjustundirnar!
Svona stund einsog þessi.
Rétt eftir rigningu.
Þegar heimurinn stendur kyrr, í virðingu.
Virðingu fyrir kraftaverki lífsins.
Undarleg þögn sem einungis er hægt
að finna á svona stundu.
Og einfaldleiki lífsins heillar mig, gleður mig.
Gerir mig máttvana, orðlausa.
Og með gleði í hjarta teygi ég hönd mína
niður í blautt grasið.
Fylli mig, ölvuð af tilveru þess, og segi:
\"Já, lífið er dásamlegt!\" með tárin í augunum.
Það byrjar aftur að rigna og í skelfingu
átta ég mig á því að ég hef ekki regnjakka og
bölsótast út í þessa ömurlegu
íslensku veðráttu endalaust!
Rigningin kom og tók hann með sér
í endurvinnsluna.
Hann hvarf svo tígulega,
hljóðlega á braut.
Þú tókst ekki eftir því.
Einsog sönn dama hvarf
hann af sjónarsviðinu
án vitundar okkar.
Hreina lyktin , sem ætíð
fyllur loftið eftir rigningu,
er svo mögnuð og ljúf.
Hreinleiki umhverfisins
er þó vafasamur.
En samt er allt svo fallegt.
Ég sit hér og átta mig á
hve lífið getur verið yndislegt.
Magnað í einfaldleika sínum.
Við vitum öll hve lífið getur verið
erfitt, grimmt.
En hamingjustundirnar!
Svona stund einsog þessi.
Rétt eftir rigningu.
Þegar heimurinn stendur kyrr, í virðingu.
Virðingu fyrir kraftaverki lífsins.
Undarleg þögn sem einungis er hægt
að finna á svona stundu.
Og einfaldleiki lífsins heillar mig, gleður mig.
Gerir mig máttvana, orðlausa.
Og með gleði í hjarta teygi ég hönd mína
niður í blautt grasið.
Fylli mig, ölvuð af tilveru þess, og segi:
\"Já, lífið er dásamlegt!\" með tárin í augunum.
Það byrjar aftur að rigna og í skelfingu
átta ég mig á því að ég hef ekki regnjakka og
bölsótast út í þessa ömurlegu
íslensku veðráttu endalaust!