Bræðralag,
Á skýjabólstrum sátum,
sáum hvað amaði að.
Guð risti dular rúnir
um drengskap og hann ákaft bað.
Hann vildi að við leystum málin,
bægðum hatrinu frá,
veittum öldruðum stuðning,
öryrkjum jafnrétti að ná.
Hann vildi minnka bilið
milli ríkra og snauðra hér,
því munurinn á himnum uppi
er enginn eins og vera ber.
Þeir ríku verða að venjast
að verða snauðir senn,
því allir eru hér jafnir,
það vita Guð og menn.
Brátt ríkir hér alheimsfriður,
því auðurinn er ykkar sál,
þá verðum við í góðum málum,
laus við allt fals og tál.
sáum hvað amaði að.
Guð risti dular rúnir
um drengskap og hann ákaft bað.
Hann vildi að við leystum málin,
bægðum hatrinu frá,
veittum öldruðum stuðning,
öryrkjum jafnrétti að ná.
Hann vildi minnka bilið
milli ríkra og snauðra hér,
því munurinn á himnum uppi
er enginn eins og vera ber.
Þeir ríku verða að venjast
að verða snauðir senn,
því allir eru hér jafnir,
það vita Guð og menn.
Brátt ríkir hér alheimsfriður,
því auðurinn er ykkar sál,
þá verðum við í góðum málum,
laus við allt fals og tál.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi