

Kveðju mína sendi þér
á englavængjum mínum.
Þeir svifið geta yfir
lönd og hæstu fjöll,
og einnig munu þeir fara
með ljóssins eldingshraða.
Nú berð þú harm í hljóði,
sem brátt úr minni líður.
Líkt og dögg af blómi
móti suðri og sumaryl.
Þegar englavængir mínir
vefja þig sterkum örmum,
þá mun þér í brjósti vakna
innri ró og friður,
og að lokum muntu skilja
að þú ert lífið sjálft.
á englavængjum mínum.
Þeir svifið geta yfir
lönd og hæstu fjöll,
og einnig munu þeir fara
með ljóssins eldingshraða.
Nú berð þú harm í hljóði,
sem brátt úr minni líður.
Líkt og dögg af blómi
móti suðri og sumaryl.
Þegar englavængir mínir
vefja þig sterkum örmum,
þá mun þér í brjósti vakna
innri ró og friður,
og að lokum muntu skilja
að þú ert lífið sjálft.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi