

Togari togar á karfamiðum
og bobbingarnir bryðja hraunið
og valta yfir allt sem lifir.
Karlinn í brúnni fær skipun.
Engan undirmálsfisk í land!
Þegar smákarfinn fyllir trollið
er honum sturtað í hafið.
Þar flýtur hann uppblásinn
eins langt og augað eygir.
Nái þorskurinn ekki milli skorana
á aðgerðarborðinu, er hann undirmálsfiskur
sem fer í svelginn og skilar engum arði.
Rányrkja, túr eftir túr, ár eftir ár
rýrir spá fræðimannsins.
Múkkinn, hafið og sjómennirnir
þegja og njóta hins skammvinna gróða.
Það er sagt: ,,Sjómenn bera lífrænan áburð í hafið,
líkt og bóndinn sem ber húsdýraáburð á túnin.\"
Í landi híma trillukarlarnir.
Að sögn Sægreifanna
hafa þeir eyðilagt fiskimiðin
innan landhelginnar með rányrkju.
Greifarnir eiga nú kvótann og fiskinn í sjónum.
Þess vegna geta þeir selt kvótann til þeirra sem róa
og byggt fyrir gróðann fleiri Kringlur fyrir landann.
og bobbingarnir bryðja hraunið
og valta yfir allt sem lifir.
Karlinn í brúnni fær skipun.
Engan undirmálsfisk í land!
Þegar smákarfinn fyllir trollið
er honum sturtað í hafið.
Þar flýtur hann uppblásinn
eins langt og augað eygir.
Nái þorskurinn ekki milli skorana
á aðgerðarborðinu, er hann undirmálsfiskur
sem fer í svelginn og skilar engum arði.
Rányrkja, túr eftir túr, ár eftir ár
rýrir spá fræðimannsins.
Múkkinn, hafið og sjómennirnir
þegja og njóta hins skammvinna gróða.
Það er sagt: ,,Sjómenn bera lífrænan áburð í hafið,
líkt og bóndinn sem ber húsdýraáburð á túnin.\"
Í landi híma trillukarlarnir.
Að sögn Sægreifanna
hafa þeir eyðilagt fiskimiðin
innan landhelginnar með rányrkju.
Greifarnir eiga nú kvótann og fiskinn í sjónum.
Þess vegna geta þeir selt kvótann til þeirra sem róa
og byggt fyrir gróðann fleiri Kringlur fyrir landann.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi