Sægreifarnir og kvótinn
Togari togar á karfamiðum
og bobbingarnir bryðja hraunið
og valta yfir allt sem lifir.
Karlinn í brúnni fær skipun.
Engan undirmálsfisk í land!
Þegar smákarfinn fyllir trollið
er honum sturtað í hafið.
Þar flýtur hann uppblásinn
eins langt og augað eygir.
Nái þorskurinn ekki milli skorana
á aðgerðarborðinu, er hann undirmálsfiskur
sem fer í svelginn og skilar engum arði.
Rányrkja, túr eftir túr, ár eftir ár
rýrir spá fræðimannsins.
Múkkinn, hafið og sjómennirnir
þegja og njóta hins skammvinna gróða.
Það er sagt: ,,Sjómenn bera lífrænan áburð í hafið,
líkt og bóndinn sem ber húsdýraáburð á túnin.\"
Í landi híma trillukarlarnir.
Að sögn Sægreifanna
hafa þeir eyðilagt fiskimiðin
innan landhelginnar með rányrkju.
Greifarnir eiga nú kvótann og fiskinn í sjónum.
Þess vegna geta þeir selt kvótann til þeirra sem róa
og byggt fyrir gróðann fleiri Kringlur fyrir landann.


 
Haraldur Sigfús Magnússon
1931 - ...

Bjarmi frá nýrri öld 2001

Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Harald Sigfús Magnússon

Besta óskin
Grandvör kona
Hrægammarnir
Söngfuglinn
Krónan
Mýrin
Tugþrautarkappinn
Hásetinn
Guðbjörg Efemía,
Hún tifar
Óður til öryrkjans
Hin útvalda þjóð,
Líkamsrækt
Ísland í dag,
Býsna kalt,
Hengiplantan
Vinur
Þinn stofn,
Siglt í var
Letinginn
Bræðralag,
Svínið
Breyttir tímar
Friðardúfan
Kveðja
Sægreifarnir og kvótinn
Grísabóndinn,
Halldór Valgarður afabarn
Hvers vegna?
Eitt karað lamb
Lordinn
Torfan grær
Hann á afmæli í dag,
Hann ætlar að hjara,
Það lærist
Gönguferð
Óður til vorsins
Keikó
Hún gufaði upp
Litla tréð
Sá syndlausi
Út í heim
Rugguhesturinn
Hann stynur
Að elska