Grísabóndinn,
Hann lifði fyrir að éta,
því hann var aligrís.
Hann fitnaði mikið
og hljóp í ofsa spik.
Hann svitnaði og mæddist
við minnstu hreyfingu.
Svo hrein hann alla daga
og bað um meiri mat.
Bóndinn sá í honum mikla gróðavon.
Hann stöðugt var að þyngjast,
því hann át lon og don.
Svo fékk hann magakveisu
og lagði mikið af.
Hann hafði étið yfir sig,
þetta mikla matargat.
Þá táraðist bóndinn,
líf hans var lagt í rúst,
því grísinn féll í verði,
varð alveg verðlaus eign.
Brátt róaðist bóndinn
er grísinn fór að éta.
Hann át meira og meira
og varð aftur að fjárfestingu.
Nú er grísinn allur,
á veisluborð hann fór.
Margir átu yfir sig
og fengu magakveisu,
líkt og grísinn forðum
sem át lon og don.
því hann var aligrís.
Hann fitnaði mikið
og hljóp í ofsa spik.
Hann svitnaði og mæddist
við minnstu hreyfingu.
Svo hrein hann alla daga
og bað um meiri mat.
Bóndinn sá í honum mikla gróðavon.
Hann stöðugt var að þyngjast,
því hann át lon og don.
Svo fékk hann magakveisu
og lagði mikið af.
Hann hafði étið yfir sig,
þetta mikla matargat.
Þá táraðist bóndinn,
líf hans var lagt í rúst,
því grísinn féll í verði,
varð alveg verðlaus eign.
Brátt róaðist bóndinn
er grísinn fór að éta.
Hann át meira og meira
og varð aftur að fjárfestingu.
Nú er grísinn allur,
á veisluborð hann fór.
Margir átu yfir sig
og fengu magakveisu,
líkt og grísinn forðum
sem át lon og don.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi