Halldór Valgarður afabarn
Halldór er lítill strákur,
sem heimsækir afa sinn.
Hann vappar um stofu og ganga
og eltir köttinn minn.
Við byggjum brýr og vegi
og sandkastala á strönd.
Við treystum hvor öðrum
og styrkjum vinabönd.
Dagarnir verða að árum,
nú hleypur hann um allt.
Afinn er orðinn hrumur,
og líf hans vegur salt.
Sagan er um þig, Halldór,
og gamla afa þinn.
Mundu meðan þú lifir
að hann var og er vinur þinn.
sem heimsækir afa sinn.
Hann vappar um stofu og ganga
og eltir köttinn minn.
Við byggjum brýr og vegi
og sandkastala á strönd.
Við treystum hvor öðrum
og styrkjum vinabönd.
Dagarnir verða að árum,
nú hleypur hann um allt.
Afinn er orðinn hrumur,
og líf hans vegur salt.
Sagan er um þig, Halldór,
og gamla afa þinn.
Mundu meðan þú lifir
að hann var og er vinur þinn.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi