Það lærist
Ég horfi
með vatnsbláum augum,
en skynja
hvorki fegurð náttúrunnar
né lífið sjálft.
Sé aðeins himin og haf
og grasið
með sína vaxtarbrodda.
Skildi hvorki
fegurðina, né lífið sjálft.
Því spyr ég:
Til hvers varstu að skapa
fagra veröld
fyrir þá sem skynja ekki
tilveru sína.
Hann svaraði og sagði:
Það lærist.
með vatnsbláum augum,
en skynja
hvorki fegurð náttúrunnar
né lífið sjálft.
Sé aðeins himin og haf
og grasið
með sína vaxtarbrodda.
Skildi hvorki
fegurðina, né lífið sjálft.
Því spyr ég:
Til hvers varstu að skapa
fagra veröld
fyrir þá sem skynja ekki
tilveru sína.
Hann svaraði og sagði:
Það lærist.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi