Óður til vorsins
Vor í lofti, vinur nýr,
vindar blása hlýju.
Grösin vaxa, vetur flýr,
vonin vex að nýju.
Ýlustráið örmjótt hér,
ótal rósir anga.
Lífið úti leikur sér,
létt er hér að ganga.
Rósin fölnar, féll í mold,
flögra blöð til skýja.
Ólgar lífið, elur fold
aftur rós upp nýja.
Skýjabólstrar bregða á leik,
blása vindar þíðir.
Smalinn aftur kominn á kreik,
krækilyngið og víðir.
Sólin hækkar sífellt meir,
senn við fögnum vori.
Vindar blása, vona að þeir
vetri blása þori.
vindar blása hlýju.
Grösin vaxa, vetur flýr,
vonin vex að nýju.
Ýlustráið örmjótt hér,
ótal rósir anga.
Lífið úti leikur sér,
létt er hér að ganga.
Rósin fölnar, féll í mold,
flögra blöð til skýja.
Ólgar lífið, elur fold
aftur rós upp nýja.
Skýjabólstrar bregða á leik,
blása vindar þíðir.
Smalinn aftur kominn á kreik,
krækilyngið og víðir.
Sólin hækkar sífellt meir,
senn við fögnum vori.
Vindar blása, vona að þeir
vetri blása þori.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi