Litla tréð
Ég minnist litla trésins,
sem stóð við Austurstrætið.
Stofninn var svo grannur
og krónan ekki stór.
Ár og dagar liðu,
krónan og stofn þess gildnar.
Úr jörðu rætur vaxa
líkt og þreyttar hendur
í skauti móður sinnar.
Nú er tréð fallið,
féll af mannavöldum.
Þar stöðumælar standa
og borðaklæddir menn.
sem stóð við Austurstrætið.
Stofninn var svo grannur
og krónan ekki stór.
Ár og dagar liðu,
krónan og stofn þess gildnar.
Úr jörðu rætur vaxa
líkt og þreyttar hendur
í skauti móður sinnar.
Nú er tréð fallið,
féll af mannavöldum.
Þar stöðumælar standa
og borðaklæddir menn.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi