Út í heim
Hann ferðast vildi
og sigra allan heiminn.
Hann vissi afar lítið,
hvað heimurinn var stór.
Hann hafði aldrei ferðast
né farið frá heimahögum.
Heimurinn hans
voru þúfnabörðin
og litla kotið hans.
Árin urðu að tugum
og ellihrumur varð.
Að lokum kom sá dagur,
er kistan fór í jörð.
Þá varð andi hans svo léttur,
því sálin hans gat flogið,
og óðara var hún þotin
inn í annan heim.
og sigra allan heiminn.
Hann vissi afar lítið,
hvað heimurinn var stór.
Hann hafði aldrei ferðast
né farið frá heimahögum.
Heimurinn hans
voru þúfnabörðin
og litla kotið hans.
Árin urðu að tugum
og ellihrumur varð.
Að lokum kom sá dagur,
er kistan fór í jörð.
Þá varð andi hans svo léttur,
því sálin hans gat flogið,
og óðara var hún þotin
inn í annan heim.
Bjarmi frá nýrri öld 2001
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi