Græna kráin
Mér var undarlega innanbrjósts og fór á grænu krána.
Flaug í hug hending og skrifaði
á servéttu. Þá stóð hún yfir mér stúlkan
með þrýstinn barm í þunnum flauelskjól
og stríðni í augum. Það var á vörum mér
að biðja um skinku og brauð með smjöri
án þess þó vita hvað ég vildi.
En hún spurði hvort ég væri skáld. Ég
hikaði, og hún sagði: Það kom hér eitt sinn skáld,
hann var mjög ungur, veistu hvað um hann varð?
Ég svaraði: Hann hætti að yrkja og fór til Afríku.
Hann dó á besta aldri. Enn trist,
sagði hún, hann hafði svo djúp augu.
Ég bað um glas af freyðandi öli.
Klukkan var liðlega fimm.  
Einar Ólafsson
1949 - ...
Úr bókinni Mánadúfur.
Bókmenntafélagið Hringskuggar, 1995.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Einar Ólafsson

Græna kráin