Ó því?
Því gerir þú mér lífið svo leitt,
þar sem hver dagur er armæða augnabliksins
og hvergi get ég gleymt mínum hugsjónum
og fengið frið í hjarta mínu.

Því gerir þú mér lífið svo leitt
að aldrei fæ ég sálarfrið
og hugmyndir mínar renna um huga minn,
á örskömmum tíma
og aldrei næ ég tökum á þeim
né skil neitt í neinu.

Því gerir þú mér lífið svo leitt,
þar sem ég botna í engu
og hvert brot púsluspilsins hleðst upp í stafla
sem ég get ekki ráðið úr.

Því gerir þú mér lífið svo leitt
og sársaukann svo yfirþyrmandi
í brjósti mér og vitund minni,
að ég hreinlega tapa glórunni
og missi sjónir á takmarki lífs míns.

Þú gerir mér lífið svo leitt
að andinn minn fjarlægist stöðugt
og fer á fjarlægar slóðir,
þar sem hendur mínar ná ekki til
og gæfan hættir að vera mér hliðholl.

Ó því leggur þú þetta á herðar mínar
og lætur mig ganga í þessar þolraunir lífsins,
þar sem ég missi sjónir á lífinu og tilverunni.

Er þetta allt leikur til að styrkja sál mína og vitund
eða hrekkur einn?
 
Kukl
1982 - ...


Ljóð eftir Kukli

Ó því?
5. Heimsstyrjöldin