5. Heimsstyrjöldin
Mér var sagt að fyrir langa löngu hefði verið styrjöld sem binda ætti enda á allar styrjaldir.
Í dag sit ég með systkini mín í fanginu og bið til einhvers yfirnáttúrulegs krafts að hlífa okkur í þessarri 5. heimsstyrjöld. Öll höfum við lesið frásagnir af forfeðrum okkar sem prísuðu sig sæla yfir að búa á Íslandi í þeirri þriðju. Ekki getum við verið jafn sæl nú. Það eitt ef eyjan okkar héti enn Ísland væri fagnaðarefni út af fyrir sig.
Hvernig datt fólki hér áður fyrr í hug að hægt væri að leysa ófrið með því að stofna til slíks? Hvernig dettur fólki í hug að láta ágreining sinn í trúmálum, bitna á okkur trúleysingjunum í dag?
Fólk segi ég, nei, réttast væri að kalla þetta börn. Börn sem rífast um leikföng og hver eigi stærra herbergi eða fleiri vini.
Eina sem ég bið um er að fá að vakna á morgun á þessarri eyju í norðri sem ósonlagið hlífir enn, með systkini mín í örmum mínum.