Tortíming
Tortíming!


Sól, hiti, blár himinn, gleði.

Markaðstorgið iðar af lífi.

Öskur. Eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Sprengjuþotur æða yfir himininhvolfið.

Hamingja markaðstorgsins er rifin upp af hræðilegri sprengingu.

Fólk á hlaupum!
Ógn!
Skelfing!

Fólk dettur. Er troðið undir af þrumandi hjörð óttaslegins múgs um leið og ?ÞEIR? koma upp götuna á jeppum, með vélbyssur.

Morðin eru hafin!

Öskur!
Byssuskot fylla loftið!
Vein!
Grátur!

Örvænting!
Saklaust fólk fellur um allt.

Göturnar,
Sem fyrir andartaki voru baðaðar sólskini. Gleði.
Eru nú þaktar blóði. Angist!

Grimmd.
Sakleysingjar falla í hrönnum.

Gamlir: Dánir!
Ungir: Dánir!
Menn og konur: Dáin!
Börn: Dáin!

Hræðileg blanda byssuhvella og hrópa fyllir loftið.

Morðin halda áfram.

Veinandi fólk. Skotið. Drepið.
Hundruðum slátrað.

Hlaupa!
Veit ekki hvert!
Bara hlaupa!

Skyndilega verður allt rautt, svo svart.

Ég æpi. Angist.
Ég heyri enn byssuskot, örvæntingu, skelfingu!

Svo þögn!!!
 
Huginn
1980 - ...
Ég skrifaði þetta ljóð á ensku. Það eru komin uþb. átta ár síðan. Fyrir rúmu ári snaraði ég því síðan yfir á íslensku vegna upplesturs. Ég rakst síðan á það í skjölunum mínum og fannst ég bara verða að birta það...


Ljóð eftir Hugin

Tortíming