Ellivísa
Ellin að gerir hallast,
aftrast fyrri kraftar,
hrukkar hörundið blakka,
hærur á kolli nærast,
tennur taka úr munni
trosnaðar að losna,
dvínar dugur og ræna,
dregið hold sígur að moldu.  
Stefán Ólafsson
1619 - 1688


Ljóð eftir Stefán Ólafsson

Óhappsreið
Raunakvæði
Ellivísa
Meyjarmissir