Afi engill
Hæ afi engill.
veistu hvað ég hef saknað þín.
Sorgin er að buga mig,
ég veit af þér hjá mér,
en það er samt alltaf eins og einhvað vanti.
Þú varst alltaf svo hress og kátur
alltaf svo góður,
en samt svo stríðin
ég fékk ávalt að vera litla afa stelpan þín.


en svo kom krabbameinið og tók þig í burtu frá mér
svo rosalega snögt
ég náði aldrei að seigja bless
þú varst farin áður en ég kom á spítalan til þín í heimsókn
þú varst farin

14ár, og ég sirgi þig enþá
þegar ég geri mistök veit ég að þú passar mig
þegar ég er að falla í eimdina,
kemur þú og kippir mér upp.
þegar ég sakna þín kemuru til mín
ég finn fyrir þér á öxlum mínum eins og lítill púki
þú varst alltaf svo stríðin
þegar þú slekkur á sjónvarpinu mínu þegar ég horfi á fréttirnar,
veit ég að þú ert að stríða mér.

Láttu þér líða vel hjá guði

Mundu mig ég man þig

Elsku afi þótt þú sért engill veit ég að ég er en þá litla afastelpan þín.


Kær kveðja Ellen Rós
 
Ellen Rós
1984 - ...


Ljóð eftir Ellen Rós

Afi engill