Eldborg
Þegar borgin rumskar
læðist Steinolíustrákurinn
inn í grátómu húsin.
Tifar á strengjasteypunni
og safnar sprekum í eldinn.

Þegar borgin sprettur á fætur
með sírenuvæli, hrópum og skarkala
og gráir bólstrar teygja sig til himins
þá veit hann
að þeir njóta eldanna best
sem kveikja þá
 
Salvör
1954 - ...
Ljóðið er tileinkað Rimahverfinu í Reykjavík og Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og loðnuskipinu Eldborg sem brann í Reykjavíkurhöfn 21. febrúar 2002.


Ljóð eftir Salvöru

Eldborg