Að eilífu
Laufblaðið svífur til jarðar.
Augun lokuð, hárið blóði storkið.
Regnið flytur sína hinstu kveðju
og skolar burtu lífinu.
Minningar seytla niður í jörðina,
samlagast mold í þúsunda ára einingu.
Þarna mun vaxa kræklótt hrísla
en um hana leika fimir fingur.
 
Klemenz Bjarki
1975 - ...


Ljóð eftir Klemenz Bjarka

Yfir hafið
Að eilífu
Ágústlok
Þjóðtrúin lifandi komin
Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Minningar
Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV