Sumar pása
Eftir langa skóla önn
er pásu gott að taka
á jörðinni er engin fönn
og heldur engin lauf að raka.

Já, betri pásu er ekki hægt að finna
ekki neitt að læra
og gamanið mun aldrei linna
líkamann á gosi ég mun næra.

Og gleðinni var ekki líst
Því Ása var svo fín
og eitt ég veit fyrir víst
þetta var ást við fyrstu sýn

Þessi pása endist vel
á meðan í manni er kraftur
en eftir pásuna ég æskilegt tel
að fara í skólann aftur.

Pásunni er lokið
ég hitt aldrei Ásu
laufið af trjánum er aftur fokið
en spenntur bíð ég eftir næstu sumar pásu.

 
Arnar Jan
1988 - ...


Ljóð eftir Arnar Jan

Djákninn á Myrká
Manni
Sumar pása