Ástin mín eina.
Ég er maður sem á fullt af draumum,
og ég vonað þeir bíðeftir mér.
Allar vonir ég dreg þær í taumum,
sálartetrið falið, það enginn sér.

Ég hef látið falla beyskjutárin,
yfir hlutum sem ég ei skilið fæ.
Eina ást í mínu lífi er farinn,
þangað sem ég til hennar aldrei næ.


Hugur minn leitar inn til þín,
ástin mín eina sem bíður mín.
Hugur minn leitar inn til þín,
ástin mín eina sem bíður mín.
Ég leita þar sem enginn sér,
ég krafsí aumingjann á mér,
ég reynað komast inn,
en ég kemst bara ekki neitt!

Þegar horfin er sú blíðvora æska,
og sársaukinn hann stígur á stokk.
Þá bíðum við bara eftir því næsta,
sem að almáttugur tekur á brott.


Hugur minn leitar inn til þín,
ástin mín eina sem bíður mín.
Hugur minn leitar inn til þín,
ástin mín eina sem bíður mín.
Ég leita þar sem enginn sér,
ég krafsí aumigjann á mér,
ég reynað komast inn,
en ég kemst bara ekki neitt!  
Einar Örn Konráðsson
1979 - ...
ljóð við eitt af lögum mínum, vonað þið séuð ekki að deyja úr leiðindum yfir þunglamalegum ljóðum mínum..hehe.. versogúð


Ljóð eftir Einar Örn Konráðsson

Litla barn.
Líf eftir þetta líf.
Ástin mín eina.