Þú
Þú.
Þú, sem aldrei varst, en ég þráði samt svo heitt.
Þú varst ætíð til staðar, en samt ég fékk aldrei notið návistar þinnar.

Ég sakna þín og syrgi,vegna þess sem þú varst í huga mínum .

Enginn heyrir eða skynjar grát minn og söknuð vegna þess sem þú varst aldrei,
en samt fyrir það sem þú varst.

Á koddann minn græt ég hljóðum tárum.
 
Valdimar Vilhjálmsson
1951 - ...


Ljóð eftir Valdimar Vilhjálmsson

Þú