Til unnustu minnar
Þú ert drifkraftur sá er drífur mitt hjarta
dróst mig að landi er neyðin var mest.
Gafst mér ást svo yndæla og smarta
í augum mínum ertu sætust og best.


Í tilefni þess og áranna tveggja
þakka ég tilveru þína og návist.
Blessun fylgi lífi okkar beggja
Björt og hlý og laus við angist.
 
Pétur Guðjónsson
1957 - ...
Liðin eru tvö ár en eins og samið í gær!!! Ég böglaði þessu sjálfur :)


Ljóð eftir Pétur Guðjónsson

Heimareykt
Tengdamömmuvísa
Teningaspil
Til unnustu minnar