Mín kæra Rósa!
Ryðst þú áfram
full af krafti
knúin orku
ofsa hraði
hleypur hraðar
hrædd að hrasa
heldur kannski
gæti gefið
gull og steina
skilur enginn
hvað þú meinar
sífellt særð
og rifin niður
brotnar meira
enginn friður
þráir flugið
hærra ,hærra
hrapar aftur
aldrei meira
manstu alltaf
þarf að gleyma
gat mig ekki
verið að dreyma?
lifa í dag
duga daginn
aflið þrotið
þorsti þreyta
þrífa í mig
verð að stoppa
setjast niður
hugsa hraðar
aldrei friður
ÞORIR ENGINN
AÐ SETJAST
HJÁ MÉR!
halda í mig
hugga hjartað
hrifsa í mig
haltu fastar
ekki sleppa
ég þarfnast hjálpar
vertu hjá mér
lífið læknar
leggstu niður
hvíldu augun
slitin sálin
slakaðu á
þá kemur sólin
í bjartari dal
þar líf þitt bíður
rétt handan við hornið
bara situr og bíður
og veit
hvernig þér líður
þá allt verður betra
sem vindur þýður.

 
Bogga
1972 - ...


Ljóð eftir Boggu

Þú !
Mín kæra Rósa!
vinkona mín