

Finnist gullið fjalli í
fæst það út með viti
möglar eigi maður því
mundin vön er striti
Leiðir yfir lög og láð
leikandi hann finnur
geimi í er einnig gáð
glæsta sigra vinnur
Raunin önnur reynist er
rök um sköpun gefast
fundvísin á brott senn fer
frekar vill hann efast
fæst það út með viti
möglar eigi maður því
mundin vön er striti
Leiðir yfir lög og láð
leikandi hann finnur
geimi í er einnig gáð
glæsta sigra vinnur
Raunin önnur reynist er
rök um sköpun gefast
fundvísin á brott senn fer
frekar vill hann efast