Fundvísi
Finnist gullið fjalli í
fæst það út með viti
möglar eigi maður því
mundin vön er striti

Leiðir yfir lög og láð
leikandi hann finnur
geimi í er einnig gáð
glæsta sigra vinnur

Raunin önnur reynist er
rök um sköpun gefast
fundvísin á brott senn fer
frekar vill hann efast  
Roger
1966 - ...


Ljóð eftir Roger

Fundvísi