Fíknefni
Núna sit ég og hugsa um morð
Hver verður sá sem vill hlýða mér
Kannski sonur þinn sem segir ljót orð
Ég ætla mér að skemma fyrir þér

Hver veit hvenær ég mun ná í þig
Ég veit allt um þig og þína syni
Þú hefur ekki völd til að drepa mig
En ég get náð í þig og þína ástvini

Ég er sá sem vill vera öllum til voða
Sá sem vill að þú verður mjög vondur
Sá sem brosir þegar ég sé eld í húsi loga
Sá sem drepur og skemmir fyrir föndur

Ég vill sjá fólk drepa stela og slást
Sjá fólk skemma og gera veröldina ljóta
Mér líður vel þegar þú ert að þjást
Ef þú sérð mig þá skaltu taka til fóta

Hlauptu og reyndu að komast lángt
Reyndu ekki að bjarga þessum í kringum þig
Reyndu ekki að sjá mig sem gerði rángt
Allt það ílla sem þið gerið styrkir mig

Hver er ég og hvað vill ég frá þér
Ég er allt það slæma sem kom þér fyrir hendi
Ég er til staðar sem allir geta séð hér
Ég er til nafns sem heitir FÍKNEFNI
 
Theódór Þorleifsson
1975 - ...
Fíknefni


Ljóð eftir Teddi

Fíknefni