Hnötturinn
Hnötturinn er eins og brjóstsykur
sem er allskonar á litinn.
Hann snýst í munninum
og stoppar aldrei.

Sólin er eins og tungan
sem sleikir brjóstsykurinn.
En á nóttunni stoppar hún
en þá tekur tunglið við.

Skýin eru sem slefið
sem flækist fyrir og
stoppar tunguna við að
sleikja brjóstsykurinn.  
Rakel Sara Hjartardóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Rakel Söru Hjartardóttur

Hnötturinn