Háskólahækur - hálfur spilastokkur
I.
Ekki er enn komið hádegi
en bekkurinn er þétt setinn
og kennarinn í essinu sínu.
II.
Ef það hefur ekki fúnksjón
þá mun það ekki fúnkera
segir fúnkrektorinn
sem var klipptur úr Godardmynd
? ég veit hvað er þung lykt inni hjá honum,
eins þegar er vor í lofti,
ég veit hvað eru þung húsgögn inni hjá honum,
eins þó þau væru öll fjarlægð,
ég veit hvernig hann hefur murkað sálina
úr konunni sinni.
Það eru ekki augun sem ljóstra upp um hann,
enda merkingarlaus eins og annað,
það er samhengið sem þau standa í.
III.
Hvers vegna finnst mér eins og
pabbi sé að ávíta mig?
IV.
Við töfluna stendur kennari,
veður ask og eld
fram og aftur
og útskýrir sálarkrísur sínar fyrir nemendum,
sem reyna að tileinka sér þær.
?Mér finnst ég sjálfur svo lítils
virði,? segir kennarinn, reyndar í
öðrum orðum, ?mér finnst ég svo
lítils virði og tekst aldrei að úti-
loka að ég hafi alveg rangt fyrir
mér og sé í þokkabót vondur maður.
Nú er ég hættur að drekka og
ef til vill farinn frá konunni
minni en finn samt engan frið.?
Hann mun engan frið finna,
sálarhvalirnir, heilahvelin og Ahab
skipstjóri þurfa hvert á öðru að
halda.
V.
Gættu þess bara, strákur, að hleypa
ekki öðrum inn í ljóðin þín. Þú
ert nógu andskoti margir sjálfur.
VI.
Krakkarnir vilja þóknast kennaranum.
Konan hans valdi jakkann á hann.
Hann er stríðinn til augnanna og
nærvera hans er hrekkjabragð því
hann er nákvæmlega á þann hátt
meðvitaður um eigin kynþokka.
VII.
Ég stekk upp á borð gríp flúrperu, brýt í tvennt og rek prófessorinn á hol með báðum helmingum, næ valdi á kennaraborðinu og kem hinum í opna skjöldu. Við munum rústa raunvísindamönnunum, haha! Rústa þeim!
VIII.
Áhugaverð glæra og áhugarvert handapat,
herra kennari prófessor,
áhugaverð kenning ef um kenningu er að ræða
en fer það fram hjá öllum nema
mér að fallegasta manneskjan í
heiminum er hér inni og nú er
hún að laga til á sér frumspekilegt
hárið?
IX.
?Er ég að þreyta einhvern, eigum
við að taka okkur pásu??
? enginn svarar enda heiður og
frami í húfi og enn er samband
fólksins hér inni eins og nýfallin
fönn og enginn hefur stigið í
hana svo best að segja ekki
múkk enn og kennarinn brosir.
?Ljómandi þá höldum
við áfram?
og það
kyngir niður snjónum.
X.
Hann er að móta mig,
hann er að gera mig,
hann er inni í mér
og ég vildi að yrði getnaður
en augun í honum eru
eins og hann hafi látið
taka sig úr sambandi.
En ekki hætta.
XI.
Neinei, þú veist, það skiptir ekki öllu
máli að ég, þú veist, að fá
fullnægingu. Mér finnst fínt að
hjakkast bara svona með úreltri
hugmynd í einn og hálfan tíma,
hugmynd sem reyndar stendur ekki
? ég er hérna bara til að drepa tíma.
Geturðu samt farið úr jakkanum
í næstu viku, mig klæjar svo
undan ullinni.
XII.
Kynþokkafulla miðaldra ítalska prófessoran
í leðurstígvélunum, sem kenndi
Bergson og útskýrði í fyrsta tíma
að andmæli yrðu ekki leyfð
því heimspeki hennar væri
persónuleg og andmæli væru
því persónulegar aðdróttanir
? ég hefði aldrei þorað að
ríða henni en stofan var
mettuð af ferómenum og testó-
steróni og stelpurnar voru
hundvotar líka. Ég kom
samt aldrei aftur þangað
enda hlynntur því að beina
kynhvötinni í
aðrar áttir, frjórri.
XIII.
Spurningar?
Og nemendurnir setjast ofan á
? þeir eru samt feimnir,
setjast ofan á og bæra sig
með lokuð augun, taka
í örskotsstund svolítið
stórt upp í sig en leggjast
aftur um leið og það er af-
sakanlegt, kannski á fjóra
fætur og biðja: Farðu inn í
mig. ? Ekki upphátt, segjum
ekkert upphátt, kennarinn
dokar við og einhverjir óttast
hann hafi lyppast niður.
En það er öðru nær þegar
hann snýr stoltur aftur,
ryðst af áfergju fram, rífur
meira að segja svolítið í
holdið, glottir þegar nemendurnir
kveinka sér, tekur hann út og
stingur í munn nemendunum
þar sem hann fær það
? glottandi því hann gefur
sig ekki ? nemendurnir
kúgast en kyngja.
Fátíður er getnaður í gómi.
XIV.
Neyðarútgangur.
Slökkvitæki,
óáhugaverð kenning,
neyðarútgangur,
getum við ekki gert gott úr þessu?
XV.
Cunnilingus.
Ég man einn kennara sem
lagði mig í keng með tærnar
yfir haus og gerði á mér
cunnilingus. Mér, ég er strákur.
Ástúðlegt? Nei en fagmannlegt.
Vel gert, svo vel að ég hélt
um hríð að ég væri ófrískur
en það var náttúrulega fjar-
stæða. Og þetta fór aldrei
lengra, hann er ekki sambanda-
maður.
XVI.
Reynum að sitja hér í heilan
dag og læra ekkert sem við
höfum lítinn áhuga á
heldur segja bara það sem
hvert okkar hefur brjálaða,
hamslausa, gagnsúra ástríðu
fyrir.
XVII.
Til er nemandinn sem þykist vera sömu skoðunar og þú í hverri samræðu, eða þykist í öllu falli skilja og samþykkja sjónarmið þín og rök en er alltaf, þegar ána ber að ósi, þegar til kastanna kemur, sömu skoðunar og kennarinn. Hann útskýrir fyrir stúlkum úr öðrum faggreinum að afbygging sé áhugaverð en því miður alltof helvíti súbéktíf.
XVIII.
Kennarar kunna þeim vel sem ætla
að verða næstum alveg eins og þeir.
XIX.
Ha!?
Skrifaði ég undir yfirlýsingu um að hafa
áhuga á þessu!?
Ég er nú hræddur um ekki.
XX.
Það þarf ekki styrjöld
til að leggja alla tilveru manns í rúst.
Settu hann bara niður í samfélagi
þar sem ætlast er til að hann geri
eitthvað allt allt annað en hann
er góður í ?
XXI.
og vaknaði einn morguninn í
hópi annarra barna sem hrópuðu
?stórfiskur? og hlupu fram og aftur.
Sjálfur var ég góður í skák eða svona
ágætur.
Hljóp samt, reyndi að fóta mig.
XXII.
Verð að halda hæð,
verð að hreyfa mig lóðrétt,
dey ef ég hugsa bara lárétt,
dey.
XXIII.
Það er ekkert pláss fyrir bleyður
í mínum her.
XXIV.
Feiti kennarinn í fráhnepptu
skyrtunni virðist líka geta
gleymt líkama sínum og flytur
fyrirlestur eins og hreinn andi
skinka.
XXV.
Skilningur! Jibbí! Ég fann skilning!
Manneskja! Hér! Ljúflingur
Yndisson frá Skíri, líffræðingur og
heimspekingur, starfar merkilegt nokk,
sem manneskja, á sömu sviðum /
bylgjulengdum og ég. Semsagt, nógu
margt var áþekkt til að um raun-
verulegan skilning væri að ræða.
Það var nógu sameiginlegt landslag í
okkur til að við vorum í raun að lýsa
sitthvorri reynslunni þegar ég talaði um
að finna kraftaverkapunkt en hann um þörfina á að halda hreyfingu.
Hvar fundum við skilninginn? Þar
sem við höfðum báðir stungið af sama
fyrirlesarann og undið okkur út fyrir.
XXVI.
Eins og Íslandsvinurinn Ludwig Wittgenstein kenndi þá er farsælasta lausnin á virkilega erfiðu vandamáli að hunsa það.
Ekki er enn komið hádegi
en bekkurinn er þétt setinn
og kennarinn í essinu sínu.
II.
Ef það hefur ekki fúnksjón
þá mun það ekki fúnkera
segir fúnkrektorinn
sem var klipptur úr Godardmynd
? ég veit hvað er þung lykt inni hjá honum,
eins þegar er vor í lofti,
ég veit hvað eru þung húsgögn inni hjá honum,
eins þó þau væru öll fjarlægð,
ég veit hvernig hann hefur murkað sálina
úr konunni sinni.
Það eru ekki augun sem ljóstra upp um hann,
enda merkingarlaus eins og annað,
það er samhengið sem þau standa í.
III.
Hvers vegna finnst mér eins og
pabbi sé að ávíta mig?
IV.
Við töfluna stendur kennari,
veður ask og eld
fram og aftur
og útskýrir sálarkrísur sínar fyrir nemendum,
sem reyna að tileinka sér þær.
?Mér finnst ég sjálfur svo lítils
virði,? segir kennarinn, reyndar í
öðrum orðum, ?mér finnst ég svo
lítils virði og tekst aldrei að úti-
loka að ég hafi alveg rangt fyrir
mér og sé í þokkabót vondur maður.
Nú er ég hættur að drekka og
ef til vill farinn frá konunni
minni en finn samt engan frið.?
Hann mun engan frið finna,
sálarhvalirnir, heilahvelin og Ahab
skipstjóri þurfa hvert á öðru að
halda.
V.
Gættu þess bara, strákur, að hleypa
ekki öðrum inn í ljóðin þín. Þú
ert nógu andskoti margir sjálfur.
VI.
Krakkarnir vilja þóknast kennaranum.
Konan hans valdi jakkann á hann.
Hann er stríðinn til augnanna og
nærvera hans er hrekkjabragð því
hann er nákvæmlega á þann hátt
meðvitaður um eigin kynþokka.
VII.
Ég stekk upp á borð gríp flúrperu, brýt í tvennt og rek prófessorinn á hol með báðum helmingum, næ valdi á kennaraborðinu og kem hinum í opna skjöldu. Við munum rústa raunvísindamönnunum, haha! Rústa þeim!
VIII.
Áhugaverð glæra og áhugarvert handapat,
herra kennari prófessor,
áhugaverð kenning ef um kenningu er að ræða
en fer það fram hjá öllum nema
mér að fallegasta manneskjan í
heiminum er hér inni og nú er
hún að laga til á sér frumspekilegt
hárið?
IX.
?Er ég að þreyta einhvern, eigum
við að taka okkur pásu??
? enginn svarar enda heiður og
frami í húfi og enn er samband
fólksins hér inni eins og nýfallin
fönn og enginn hefur stigið í
hana svo best að segja ekki
múkk enn og kennarinn brosir.
?Ljómandi þá höldum
við áfram?
og það
kyngir niður snjónum.
X.
Hann er að móta mig,
hann er að gera mig,
hann er inni í mér
og ég vildi að yrði getnaður
en augun í honum eru
eins og hann hafi látið
taka sig úr sambandi.
En ekki hætta.
XI.
Neinei, þú veist, það skiptir ekki öllu
máli að ég, þú veist, að fá
fullnægingu. Mér finnst fínt að
hjakkast bara svona með úreltri
hugmynd í einn og hálfan tíma,
hugmynd sem reyndar stendur ekki
? ég er hérna bara til að drepa tíma.
Geturðu samt farið úr jakkanum
í næstu viku, mig klæjar svo
undan ullinni.
XII.
Kynþokkafulla miðaldra ítalska prófessoran
í leðurstígvélunum, sem kenndi
Bergson og útskýrði í fyrsta tíma
að andmæli yrðu ekki leyfð
því heimspeki hennar væri
persónuleg og andmæli væru
því persónulegar aðdróttanir
? ég hefði aldrei þorað að
ríða henni en stofan var
mettuð af ferómenum og testó-
steróni og stelpurnar voru
hundvotar líka. Ég kom
samt aldrei aftur þangað
enda hlynntur því að beina
kynhvötinni í
aðrar áttir, frjórri.
XIII.
Spurningar?
Og nemendurnir setjast ofan á
? þeir eru samt feimnir,
setjast ofan á og bæra sig
með lokuð augun, taka
í örskotsstund svolítið
stórt upp í sig en leggjast
aftur um leið og það er af-
sakanlegt, kannski á fjóra
fætur og biðja: Farðu inn í
mig. ? Ekki upphátt, segjum
ekkert upphátt, kennarinn
dokar við og einhverjir óttast
hann hafi lyppast niður.
En það er öðru nær þegar
hann snýr stoltur aftur,
ryðst af áfergju fram, rífur
meira að segja svolítið í
holdið, glottir þegar nemendurnir
kveinka sér, tekur hann út og
stingur í munn nemendunum
þar sem hann fær það
? glottandi því hann gefur
sig ekki ? nemendurnir
kúgast en kyngja.
Fátíður er getnaður í gómi.
XIV.
Neyðarútgangur.
Slökkvitæki,
óáhugaverð kenning,
neyðarútgangur,
getum við ekki gert gott úr þessu?
XV.
Cunnilingus.
Ég man einn kennara sem
lagði mig í keng með tærnar
yfir haus og gerði á mér
cunnilingus. Mér, ég er strákur.
Ástúðlegt? Nei en fagmannlegt.
Vel gert, svo vel að ég hélt
um hríð að ég væri ófrískur
en það var náttúrulega fjar-
stæða. Og þetta fór aldrei
lengra, hann er ekki sambanda-
maður.
XVI.
Reynum að sitja hér í heilan
dag og læra ekkert sem við
höfum lítinn áhuga á
heldur segja bara það sem
hvert okkar hefur brjálaða,
hamslausa, gagnsúra ástríðu
fyrir.
XVII.
Til er nemandinn sem þykist vera sömu skoðunar og þú í hverri samræðu, eða þykist í öllu falli skilja og samþykkja sjónarmið þín og rök en er alltaf, þegar ána ber að ósi, þegar til kastanna kemur, sömu skoðunar og kennarinn. Hann útskýrir fyrir stúlkum úr öðrum faggreinum að afbygging sé áhugaverð en því miður alltof helvíti súbéktíf.
XVIII.
Kennarar kunna þeim vel sem ætla
að verða næstum alveg eins og þeir.
XIX.
Ha!?
Skrifaði ég undir yfirlýsingu um að hafa
áhuga á þessu!?
Ég er nú hræddur um ekki.
XX.
Það þarf ekki styrjöld
til að leggja alla tilveru manns í rúst.
Settu hann bara niður í samfélagi
þar sem ætlast er til að hann geri
eitthvað allt allt annað en hann
er góður í ?
XXI.
og vaknaði einn morguninn í
hópi annarra barna sem hrópuðu
?stórfiskur? og hlupu fram og aftur.
Sjálfur var ég góður í skák eða svona
ágætur.
Hljóp samt, reyndi að fóta mig.
XXII.
Verð að halda hæð,
verð að hreyfa mig lóðrétt,
dey ef ég hugsa bara lárétt,
dey.
XXIII.
Það er ekkert pláss fyrir bleyður
í mínum her.
XXIV.
Feiti kennarinn í fráhnepptu
skyrtunni virðist líka geta
gleymt líkama sínum og flytur
fyrirlestur eins og hreinn andi
skinka.
XXV.
Skilningur! Jibbí! Ég fann skilning!
Manneskja! Hér! Ljúflingur
Yndisson frá Skíri, líffræðingur og
heimspekingur, starfar merkilegt nokk,
sem manneskja, á sömu sviðum /
bylgjulengdum og ég. Semsagt, nógu
margt var áþekkt til að um raun-
verulegan skilning væri að ræða.
Það var nógu sameiginlegt landslag í
okkur til að við vorum í raun að lýsa
sitthvorri reynslunni þegar ég talaði um
að finna kraftaverkapunkt en hann um þörfina á að halda hreyfingu.
Hvar fundum við skilninginn? Þar
sem við höfðum báðir stungið af sama
fyrirlesarann og undið okkur út fyrir.
XXVI.
Eins og Íslandsvinurinn Ludwig Wittgenstein kenndi þá er farsælasta lausnin á virkilega erfiðu vandamáli að hunsa það.
Ég afréð að hafa þennan bálk ekki með í ljóðabók sem bráðum kemur út. Birtist áreiðanlega líka á www.nyhil.com ? sem er vefur útgefandans míns, prýðisútgefandi, prýðisvefur.
Það er undarlegt að hækurnar verða mismargar í hvert sinn sem ég töluset þær ... ég held að síðast hafi þær verið tuttugu ...
Það er undarlegt að hækurnar verða mismargar í hvert sinn sem ég töluset þær ... ég held að síðast hafi þær verið tuttugu ...