Róninn
Hann gengur eftir götunni,
með úfið hár og er í óhreinum fötum.
Heldur á flösku í hendinni,
hann brosir, hann er glaður.

Hann veit ekki hvert hann fer
eða hvar hann endar,
því hann á ekki heimili,
samt syngur hann.

Hann á engan síma,
það hringir enginn í hann.
Hann á enga fjölskyldu,
hann er einn,
samt syngur hann.

Kannski er hann glaður
glaður því hann vaknaði í morgun,
vaknaði og fær að lifa enn einn dag.

Það vill enginn sjá hann
allir líta undan
enginn talar við hann,
sumir hlægja að honum,
sumir eru hræddir við hann,
Samt er hann glaður.

\'Eg horfi á hann og hugsa
kannski átti hann konu
líka kannski börn.
Kannski var hann einu sinni
eins og ég og þú.

Kannski þarf bara lítið skref,
lítið hliðarskref
og tilveran hrynur.
Kannski var það missir,
kannski var það skilnaður,
kannski var það fíkn,
kannski eitthvað annað.

En ég veit að einu sinni
var þessi maður lítill,
lítill í vöggu eins og hin ungabörnin,
þá var hann kannski líka glaður.
 
Margrét
1949 - ...


Ljóð eftir Margrét

Róninn