Bara lítið peð
Með þér
Líður mér eins og eggi
Of þunn skurn
Þú hefur brotið niður alla mína varnarveggi
Og allt traust mitt horfið er

Þú tekur mig upp
Kyssir á báttið
Ég brosi
Geri allt fyrir þig
Síðan þegar þú vilt
Kastarðu mér aftur
Vilt mig ekki lengur
Ég bíð þarna brotin niðri í von

Saklaust bros gegnum tárin
En þú sérð þau ekki
Þú heldur að ég sé ánægð
Og tekur mig upp á ný
Kyssir á báttið
Svo ég brosi
Hef fengið þig aftur
Þar til þú kastar mér aftur
Endurtekur leikinn þinn
Sem ég ræð ekki við
Þú heldur að þú sért svo góður
En þar skjátlast þér
Ég brotna bara í smærri mola
Ég er ónýt  
Tinna
1986 - ...


Ljóð eftir Tinnu

Bara lítið peð